12
2024
December
Anna Sigríður Helgadóttir alt söng Swing low og fleiri perlur með syngjandi sveiflu í kvöldmessu í Bústaðakirkju sunnudaginn 17. júlí sl. kl. 20. Jónas Þórir, kantor, lék á hammond, sem gaf stundinni sérstakan og skemmtilegan blæ. Þau leiddu jafnframt almennan safnaðarsöng þar sem sálmar með syngjandi sveiflu voru aðallega á dagskrá auk Taize sálma.
Hvað er að trúa? Hvað þýðir hugtakið trú í þínum huga? Voru meðal spurninga sem séra Þorvaldur Víðisson velti upp í hugleiðingu kvöldsins, en hann þjónaði fyrir altari ásamt Daníel Ágúst Gautasyni djákna og messuþjónum.
Helgihaldið í Bústaðakirkju í sumar fer fram á sunnudögum klukkan 20. Þar er um að ræða heimilislegt helgihald með sálmum, bænum og hugleiðingu.