22
2024 December

Mikil hátíð á sumardaginn fyrsta

Áralöng hefð er fyrir mikilli hátíð í Fossvoginum á Sumardaginn fyrsta. Félagsauðurinn í hverfinu birtist m.a. í hinu góða samstarfi stofnana og félagasamtaka sem taka þátt í skipulagningu dagskrárinnar. 

Dagskráin í dag hófst að venju með grillveislu í Grímsbæ, þar sem sjálfboðaliðar frá Knattspyrnufélaginu Víking stóðu vaktina við grillið. Krambúðin gaf veitingarnar og fjölskyldur og börn komu saman. 

Skrúðganga

Frá Grímsbænum var haldið af stað í skrúðgöngu klukkan 12, þar sem Skátafélagið Garðbúar leiddi gönguna undir taktfastri tónlist frá Skólahljómsveit Austurbæjar. Stjórnandi skólahljómsveitarinnar er Snorri Heimisson. 

Lögreglan stöðvaði umferð á Bústaðaveginum rétt á meðan fylkingin gekk yfir Bústaðaveginn, upp Tunguveginn í átt að Bústaðakirkju. 

Fjölbreytt dagskrá í Bústaðakirkju

Þegar skrúðgangan var kominn á planið við Bústaðakirkju, lék Skólahljómsveitin nokkur lög undir stjórn Snorra Heimissonar. Að loknum þeim frábæra tónlistarflutningi var gengið til dagskrár inn í kirkjunni. 

Barnakórinn var frábær

Barnakór TónGraf og TónFoss söng þrjú lög undir stjórn Eddu Austmann og Auðar Guðjohnsen, við undirleik Ástu Haraldsdóttur kantors Grensáskirkju. Séra Eva Björk Valdimarsdóttir leiddi stundina í kirkjunni. 

 

Félagar úr 7. bekk Fossvogsskóla fluttu frumsamið lag

Þá var komið að félögum úr 7. bekk Fossvogsskóla sem fluttu lagið Alexander on the wing. Þar sungu þeir til Alexanders Mána Curtis stuðningsfulltrúa í Fossvogsskóla, en í textanum kom fram að þeir vilja alls ekki að Alexander láti af störfum núna í vor. Þeim finnst greinilega mikið til hans koma og sungu þeir af mikilli innlifun. Frábært atriði hjá strákunum. 

Reynslan úr hverfinu, mikill félagsauður

Margir eiga jákvæða reynslu af því að búa í Fossvoginum. Knattspyrnufélagið Víkingur er vettvangur okkar flestra og margra barna og ungmenna, skátarnir, félagsmiðlstöðin, skólarnir, kirkjan, þjónustumiðstöðvar borgarinnar, verslanir og hvað annað. Allt eru þetta mikilvægir þættir góðs samfélags. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni í Bústaðakirkju ól börnin sín upp í Fossvoginum og hefur starfað í Bústaðakirkju í yfir áratug. Hún hélt hátíðarræðu og miðlaði reynslu sinni af því góða samfélagi sem hér er, og birtist m.a. í sterkum félagsauð á sumardaginn fyrsta. 

Heiðrún Lóa fór á kostum

Dagskránni í Bústaðakirkju lauk með einsöng Heiðrúnar Lóu, sem söng lag eftir Adele. Hún verður fulltrúi hverfisins í söngvakeppni félagsmiðstöðvanna. Heiðrún Lóa fór á kostum og eigum við án efa eftir að sjá meira til hennar á söngsviðinu í framtíðinni. 

 

Listasýning í anddyri kirkjunnar

Listaverk barna af leikskólunum Garðaborg, Kvistaborg og Furuskógum, eru til sýnis í anddyri kirkjunnar. Þar gefur að líta fjölbreytt úrval listaverka sem flest ef ekki öll minna á vorið og sumarið sem framundan er. Litrík, listræn og falleg, góður vitnisburður um það góða starf sem fram fer í leikskólum hverfisins. 

Í kirkjunni þökkum við innilega öllum sem komu að undirbúningi dagskrárinnar á sumardaginn fyrsta. Samstarfið og dagskráin eflir félagsauðinn í hverfinu og samfélagið allt. Það er okkur öllum dýrmætt. 

Fleiri myndir af listasýningunni má sjá hér fyrir neðan. 

Fjölbreytt listaverk barnanna

Listaverk barna af leikskólunum Garðaborg, Kvistaborg og Furuskógum, eru til sýnis í anddyri kirkjunnar. Þar gefur að líta fjölbreytt úrval listaverka sem flest ef ekki öll minna á vorið og sumarið sem framundan er. Litrík, listræn og falleg, góður vitnisburður um það góða starf sem fram fer í leikskólum hverfisins. 

Í kirkjunni þökkum við innilega öllum sem komu að undirbúningi dagskrárinnar á sumardaginn fyrsta. Samstarfið og dagskráin eflir félagsauðinn í hverfinu og samfélagið allt. Það er okkur öllum dýrmætt. 

Fleiri myndir af listasýningunni má sjá hér fyrir neðan. 

Fjölbreytt listaverk barnanna

Listaverk barna af leikskólunum Garðaborg, Kvistaborg og Furuskógum, eru til sýnis í anddyri kirkjunnar. Þar gefur að líta fjölbreytt úrval listaverka sem flest ef ekki öll minna á vorið og sumarið sem framundan er. Litrík, listræn og falleg, góður vitnisburður um það góða starf sem fram fer í leikskólum hverfisins. 

Í kirkjunni þökkum við innilega öllum sem komu að undirbúningi dagskrárinnar á sumardaginn fyrsta. Samstarfið og dagskráin eflir félagsauðinn í hverfinu og samfélagið allt. Það er okkur öllum dýrmætt. 

Fleiri myndir af listasýningunni má sjá hér fyrir neðan. 

Fjölbreytt listaverk barnanna

Listaverk barna af leikskólunum Garðaborg, Kvistaborg og Furuskógum, eru til sýnis í anddyri kirkjunnar. Þar gefur að líta fjölbreytt úrval listaverka sem flest ef ekki öll minna á vorið og sumarið sem framundan er. Litrík, listræn og falleg, góður vitnisburður um það góða starf sem fram fer í leikskólum hverfisins. 

Í kirkjunni þökkum við innilega öllum sem komu að undirbúningi dagskrárinnar á sumardaginn fyrsta. Samstarfið og dagskráin eflir félagsauðinn í hverfinu og samfélagið allt. Það er okkur öllum dýrmætt. 

Fleiri myndir af listasýningunni má sjá hér fyrir neðan. 

Fjölbreytt listaverk barnanna

Listaverk barna af leikskólunum Garðaborg, Kvistaborg og Furuskógum, eru til sýnis í anddyri kirkjunnar. Þar gefur að líta fjölbreytt úrval listaverka sem flest ef ekki öll minna á vorið og sumarið sem framundan er. Litrík, listræn og falleg, góður vitnisburður um það góða starf sem fram fer í leikskólum hverfisins. 

Í kirkjunni þökkum við innilega öllum sem komu að undirbúningi dagskrárinnar á sumardaginn fyrsta. Samstarfið og dagskráin eflir félagsauðinn í hverfinu og samfélagið allt. Það er okkur öllum dýrmætt. 

 

Hoppukastalar, ís og kaffi í Víkinni

Dagskráin hélt síðan áfram í Víkinni, þar sem hoppukastalar voru í boði fyrir börnin, ís og fótboltagolf. Kaffi og kleinur voru á boðstólnum fyrir hina fullorðnu. 

Í dag er síðan einnig bikarleikur Víkings og Magna Grenivík í meistaraflokki karla og fer leikurinn fram í Víkinni. Við vonum að leikurinn fari vel.

Áfram Víkingur og gleðilegt sumar.