Kórar Grindavíkurkirkju syngja Mariah Carey
Kórar Grindavíkurkirkju halda góðgerðartónleika í Bústaðakirkju miðvikudagskvöldið 13. desember kl. 20. Tónleikunum verður streymt í opnu streymi og tekið verður við frjálsum framlögum á tiltækt reikningarnúmer til stuðnings Grindvíkingum. Miðasala á tónleikana fer fram á Tix.is.
Kirkjukór Grindavíkurkirkju, Barnakór Grindavíkurkirkju og söngkonan Arney Ingibjörg munu á tónleikunum syngja lögin á vinsælustu jólaplötu allra tíma Merry Christmas með Mariuh Carey, ásamt hljómsveit og gestasöngvara.
Tónlistarstjóri er Kristján Hrannar Pálsson.
Hljómsveitina skipa Þórður Sigurðarson (Rock paper sisters), píanóleikari, Daníel Helgason (hljómsveit Unu Stef) bassaleikari, Kristján Hrannar Pálsson sem leikur á hammond og Óskar Þormarsson (Fjallabræður) sem leikur á trommur.
Gestasöngvari er Jón Emil Karlsson.
Tónleikarnir eru aðeins þetta eina kvöld og miðaverði er stillt í hóf, kr. 2.500.- og mun allur ágóði renna til stuðnings Grindvíkingum.
Bústaðakirkja veitir kirkjukór Grindavíkurkirkju og þeim öðrum sem koma fram, aðstöðuna í Bústaðakirkju sér að kostnaðarlausu.