01
2024
December
Steinunn Anna í starfsþjálfun
Steinunn Anna í starfsþjálfun
Í sumar er ung kona í starfsþjálfun hjá okkur í Fossvogsprestakalli, Steinunn Anna Baldvinsdóttir. Hún er á lokasprettinum í guðfræðinámi við HÍ. Í níu ár hefur hún starfað sem kirkjuvörður í Seljakirkju og það er reynsla sem kemur sér vel í starfsþjálfuninni.
Steinunn er alin upp í Seljahverfi og hefur verið virk í barna- og æskulýðsstarfinu frá unga aldri. Að sögn leiðbeinanda hennar í starfsnáminu, dr. Maríu G. Ágústsdóttur, er hér á ferð alveg hreint ljómandi prestefni og við hlökkum til að eiga samstarf við Steinunni í framtíðinni.
Eftir langan og viðburðaríkan laugardag í þjónustunni við skírnir og hjónavígslur út um borg og bý brugðu sr. María og Steinunn Anna á leik í sínum bleiku skóm.