02
2024 December

Skólahljómsveit Austurbæjar og Nýi tónlistarskólinn

Nýi tónlistarskólinn og Skólahljómsveit Austurbæjar halda sín skólaslit á þessu vori í Grensáskirkju. Fjölmenni var við skólaslit Skólahljómsveitar Austurbæjar í dag, þriðjudaginn 30. maí og framundan eru síðan skólaslit Nýja tónlistarskólans, en þau fara fram í Grensáskirkju á morgun, miðvikudaginn 31. maí. 

Tónlistarnám er gefandi og uppbyggilegt fyrir hvern þann sem það stundar. 

Nánari upplýsingar um námið í Nýja tónlistarskólanum má finna hér: Nýi Tónlistarskólinn (nyitonlistarskolinn.is) 

Nánari upplýsingar um námið hjá Skólahljómsveit Austurbæjar má finna hér: Skólahljómsveit Austurbæjar (skolahljomsveitir.is)

Í Grensáskirkju fögnum við því að kirkjan sé vettvangur fyrir slíka uppbyggilega og jákvæða samveru. Þess má geta að Skólahljómsveit Austurbæjar hefur heimsótt kirkjur Fossvogsprestakalls með hljómsveitir sínar og munu gera slíkt hið sama að sumri loknu.

Gleðilegt sumar.