12
2024
December
Skólahljómsveit Austurbæjar í barnamessu
Skólahljómsveit Austurbæjar í barnamessu
Barnamessur fara fram í Bústaðakirkju á hverjum sunnudegi klukkan 11.
Sunnudaginn 12. mars sl. fengum við góða gesti í barnamessuna þar sem Skólahljómsveit Austurbæjar lék nokkur vel valin lög undir stjórn Snorra Heimissonar stjórnanda. Antonía Hevesi organisti lék á flygil. Sólveig Franklínsdóttir æskulýðsfulltrúi leiddi stundina ásamt séra Þorvaldi Víðissyni og leiðtogum.
Boðið var upp á djús og ávexti, kex og kaffi í safnaðarheimilinu að athöfn lokinni. Við þökkum Skólahljómsveit Austurbæjar innilega fyrir þátttökuna í barnamessunni, frábæran tónlistarflutning og yndislega samveru.
Verið hjartanlega velkomin í barnamessurnar í Bústaðakirkju.
Staðsetning / Sókn