24
2024 December

Stöðugt fjölgaði í hópnum

Kirkjuprakkarar í Grensáskirkju eru á aldrinum 6-9 ára. Yfirskrift starfsins á þessu vori er "Sjö gildi í góðum samskiptum". Gildin sjö sem unnið hefur verið með eru vinátta, fyrirgefning, samkennd, gleði, traust, virðing og þakklæti. 

Í dag voru þau m.a. að vinna listaverk á boli og til umfjöllunar í dag var virðingin. Stöðugt hefur verið að fjölga í hópnum og í dag bættust enn við tveir þátttakendur.

Umsjón með starfinu hefur verið í höndum Sólveigar Franklínsdóttur æskulýðsfulltrúa og séra Evu Bjarkar Valdimarsdóttur, auk leiðtoga. 

Kirkjuprakkararnir munu koma saman til uppskeruhátíðar í Grensáskirkju, ásamt krökkunum í TTT og fleirum, á sunnudaginn kemur 23. apríl kl. 11, í guðsþjónustu dagsins.

Verið hjartanlega velkomin í barna- og æskulýðsstarfið í Fossvogsprestakalli, Bústaðakirkju og Grensáskirkju.