17
2024 December

103 ráð

Séra Petrína Mjöll Jóhannesdóttir, prestur í Árbæjarkirkju, hefur skrifað fjölda bóka. Hún er höfundur smábókanna, Stafróf sorgarinnar, Stafróf gleðinnar, Stafróf hugrekkisins og Stafrós ástarinnar. Hennar fyrsta bók heitir Salt og Hunang. Bækur hennar eru gefnar út af Skálholtsútgáfunni og er hægt að nálgast þær allar í Kirkjuhúsinu á fyrstu hæð Bústaðakirkju og í öllum almennum bókabúðum. 

Nýjasta bók séra Petrína Mjallar heitir 103 ráð. 

Í eldri borgarastarfinu í dag, miðvikudaginn 24. apríl kynnti hún sína nýjustu bók. Hún sagði okkur meðal annars frá því að ráðin er öll fengin úr hinum ýmsu bókum Biblíunnar. Aðallega leitaði hún fanga í Síraksbók og Orðskviðum Salomóns. 

Við þökkum séra Petrínu Mjöll fyrir að koma til okkar og fræða okkur og kynna bækur sínar. 

Við þökkum ykkur öllum sem komu í starfið í dag og hlökkum til að sjá ykkur næst.