04
2024 December

Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi, segir frá stöðunni og lýsir framtíðarhorfum

Vinir Hjálparstarfs kirkjunnar koma saman í safnaðarheimili Grensáskirkju mánudaginn 24. apríl nk. kl. 12:00, og snæða saman. Þú ert velkomin(n) í hópinn.

Þetta er í síðasta skiptið á þessu misseri sem vinir Hjálparstarfs kirkjunnar koma saman með þessu móti. Öll sem áhuga hafa á starfi Hjálparstarfs kirkjunnar og vilja leggja starfinu lið eru hjartanlega velkomin. 

Tilkynna þarf þátttöku á netfangi help@help.is eða í síma 528 4400 fyrir kl. 9:00 föstudaginn 21. apríl nk. Verð fyrir máltíðina er kr. 2.000.- og mun afraksturinn renna til Hjálparstarfs kirkjunnar. Umsjón með matseldinni hefur Kristín Hraundal kirkjuvörður. 

Yfir hádegisverðinum mun Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi segja frá stöðunni á Íslandi í dag og lýsa horfunum til framtíðar, eins og þær blasa við henni. Hjálparstarf kirkjunnar er leiðandi í innanlands aðstoð við þurfandi í samfélaginu og verður áhugavert að heyra hvernig Vilborg lýsir stöðunni og framtíðarhorfunum. 

Öll sem áhuga hafa á starfi Hjálparstarfs kirkjunnar og vilja leggja starfinu lið eru hjartanlega velkomin.