04
2024 December

Fjölbreytt handverk í anddyri kirkjunnar

Guðsþjónusta fór fram í Bústaðakirkju á uppstigningardegi, fimmtudaginn 18. maí sl. kl. 13:00. Séra Eva Björk Valdimarsdóttir prédikaði og þjónaði fyrir altari ásamt Hólmfríði Ólafsdóttur djákna og messuþjónum. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju sungu undir stjórn Jónasar Þóris organista. 

Í anddyri kirkjunnar fór fram handverkssýning á ýmsum munum, myndum, útskurði, silfursmíði, prjónaverki, kortum og fleiru. Hefð er komin á að handverkssýning fari fram á uppstigningardegi í Bústaðakirkju. 

Hér má sjá kirkjugesti líta hluta af handverkinu augum. 

Silfursmíði

Gríðarlega fallegir silfurgripir voru til sýnis. 

Fuglar

Snilldarlega útskornir fuglar.

Útskurður og málverk

Fallegt handverk var í hverju horni anddyris kirkjunnar, útskurður og málverk. 

Anddyri kirkjunnar vettvangur listasýninga

Anddyri Bústaðakirkju virðist henta vel til slíkra handverkssýninga, þar sem borðum hafði verið komið upp með gripunum, myndunum og möppunum. Margt var þar áhugavert að líta, eins og sjá má. 

Séra Eva Björk og Hólmfríður djákni

Séra Eva Björk Valdimarsdóttir leiddi stundina í kirkjunni ásamt Hólmfríði Ólafsdóttur djákna, sem hafði veg og vanda að uppsetningu handverkssýningarinnar.

Að lokinni guðsþjónustu og handverkssýningu var boðið upp á hátíðarkaffi og meðlæti í safnaðarheimili kirkjunnar.  

Við þökkum öllum innilega fyrir komuna í Bústaðakirkju á uppstigningardegi, og þeim sérstaklega sem sýndu verk sín á handverkssýningunni. 

Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju.