30
2024 November

Heimspekinemar í heimsókn ásamt kennara sínum

Sunnudaginn 3. nóvember sótti hress hópur nemenda úr 3-B, Verslunarskóla Íslands, messu í Grensáskirkju, ásamt kennara sínum, Ármanni Halldórssyni. 

Tilefnið var að kynna sér starf kirkjunnar í tengslum við námsefni um trúmál í heimspeki. Að messu lokinni átti hópurinn spjall við séra Þorvald Víðisson og séra Bryndísi Böðvarsdóttur, þar sem ýmis atriði úr messuformi og trúariðkun voru rædd. Farið var yfir hvernig sálmar og ritningartextar í messum tengjast árstíma, þátttöku  safnaðarmeðlima í messuhaldi, tónleikahald í kirkjum og margt fleira. 

Nemendurnir voru áhugasamir og var samtalið fróðlegt og skemmtilegt. 

Við þökkum Ármanni kennara og nemendunum hjartanlega fyrir komuna í Grensáskirkju. 

Ármann tók við bókum að gjöf

Að lokinni þessari ánægjulegu heimsókn, samveru og samtali þáði Ármann tvær bækur að gjöf sem tengjast umfjöllunarefninu. Önnur bókin er eftir séra Þorvald og heitir Gimsteinninn - Sælir eru friðflytjendur, sem kom út hjá Skálholtsútgáfunni núna í haust. Hin bókin er þýðing séra Þorvaldar á bók Peter Rollins, Sanntrúaði villutrúarmaðurinn og aðrar torræðar sögur, sem kom einnig út hjá Skálholtsútgáfunni árið 2018.

Umfjöllun um heimsóknina má einnig finna á heimasíðu Verslunarskóla Íslands. Sjá hér

Við þökkum Ármanni og nemendunum úr Versló hjartanlega fyrir komuna í Grensáskirkju.