30
2024 October

Dagskrá fyrir allan aldur

Fjölbreytt dagskrá er í kirkjum Fossvogsprestakalls, Bústaðakirkju og Grensáskirkju, vorið 2024, eins og sjá má á þessu plakati. Verið hjartanlega velkomin til þátttöku í kirkjustarfinu á vormánuðum. Kirkjuprakkarar, TTT, tónlistarstarf, fyrirbæna- og kyrrðarbænastundir, æskulýðsfélag, eldri borgara starf, prjóna- og spjallhópar, karlakaffi og foreldramorgnar eru meðal þess sem boðið er upp á virka daga og auðvitað barnamessur og guðsþjónustur alla sunnudaga. Hér á plakatinu má sjá upplýsingar um hina föstu liði, en svo má síðan sjá nánari upplýsingar um hvern dagskrárlið hér á heimasíðunni okkar.