17
2024 December

C-sveit spilaði þrjú tónverk

Í fyrstu maímessu Grensáskirkju fengum við góða gesti frá Skólahljómsveit Austurbæjar. C-sveit Skólahljómsveitarinnar mætti á svæðið og fyllti kirkjuna með fögrum og kröftugum tónum. Stjórnandi er Snorri Heimisson, en rúmlega 30 unglingar mönnuðu hljómsveitina. Hljómsveitin spilaði þrjú tónverk í messunni. Meðal annars var spiluð syrpa úr kvikmyndinni The Blues Brothers, sem var mjög hressilegt forspil þegar sr. Danni og fermingardrengur dagsins gengu inn kirkjugólfið.

Þá var trommukjuða sem að hafði verið gleymt þegar hljómsveitin spilaði í Grensáskirkju síðast skilað við temmilegan fögnuð. Trommukjuðinn var prédikunarefni dagsins, en einnig var prédikað um mikilvægi ástríðunnar og bænarinnar.

Við þökkum C-sveitinni kærlega fyrir og óskum fermingardrengnum innilega til hamingju með þennan stóra áfanga.