22
2024 December

Tenórarnir þrír

Tónleikarnir í gær miðvikudag voru stór skemmtilegir. Tenórarnir Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Marteinn Snævarr Sigurðsson og Gunnar Guðbjörnsson fóru á kostum og Jónas Þórir lék undir með glæsibrag. Þökkum öllum sem komu á tónleikana og hlökkum til að sjá ykkur næsta miðvikudag þegar að kórfélagar í kór Bústaðakirkju taka uppáhalds lögin sín. Einsöngvarar og kór.

Séra Eva Björk Valdimarsdóttir kynnti tenórana til leiks og sleit síðan stundinni með fallegri bæn.