23
2024 November

Kvöldmessa er notaleg stund, og heilög

Í Bústaðakirkju er boðið upp á kvöldmessur öll sunnudagskvöld í sumar kl. 20:00. Í kvöldmessunum er andrúmsloftið lágstemmt en heilagt. Ljúfar stundir með einsöng, hugleiðingu, bænagjörð og öllu því sem hefðbundnar guðsþjónustur skarta. 

Nýbreytnin nú er hins vegar sú að í hverri kvöldmessu verður einsöngur. 

Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng

Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju annast um sönginn í kvöldmessunum í Bústaðakirkju í sumar. Kórfélagarnir skipta með sér sunnudögunum í sumar og koma fram eitt og eitt, við undirleik Jónasar Þóris organista. Anna Klara Georgsdóttir söngkona reið á vaðið sunnudaginn 4. júní, en nú er komið að Önnu Sigríði Helgadóttur, sem mun annast um tónlistina sunnudaginn 11. júní nk. kl. 20:00. Í upphafi mun Anna Sigríður leiða almennan safnaðarsöng og einnig í lokin. En öll önnur tónlist í kvöldmessunni verður einsöngur af hennar hendi. 

Séra Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar

Séra Eva Björk Valdimarsdóttir flytur hugvekju og leiðir stundina á sunnudagskvöldið ásamt messuþjónum. 

Verið hjartanlega velkomin í kvöldmessu í Bústaðakirkju.