Íslenska tungumálið, eins og öll lifandi tungumál heimsins, tekur breytingum og þróast. Hugtök
sem Íslendingar notuðu fyrir kynslóðum síðan eru okkur sum hver framandi í dag.

Hvernig er það með tungatak trúar og kirkju? Líklega á það sama við um hugtök trúar og kirkju, hvað þýðir til dæmis orðið blessun í huga almennings í dag?

Þurfum við hugsanlega að finna ný orð til að fanga inntak trúarinnar og ná betur til fólks í
samtímanum?

Í vetur munu prestar og starfsfólk Fossvogsprestakalls, bjóða almenningi upp á að leggja orð í belg. Vikulega munu birtast orð á heimasíðu Fossvogsprestakalls og er almenningi boðið að senda okkur viðbrögð sín og hugleiðingar. Almenningur fær þar tækifæri til að leggja orð í belg, miðla sýn sinni og þekkingu og þannig dýpka skilning okkar á því hvaða orð sé best að nota til að fanga inntak trúarinnar.

Næsta orð vikunnar er: Aðventa

Getur þú nefnt eitthvað samheiti orðsins?