25
2024 November

Athugið að lokað hefur verið fyrir skráningar

Sumarnámskeið í Grensáskirkju

Grensáskirkja býður upp á sumarnámskeið vikuna 10.-14. júní fyrir börn á aldrinum 6-9 ára. 

 

Námskeiðið er frá kl. 9-15 (húsið opnar kl. 8:45 og lokar 15:30). Þátttökugjald er 15.000 kr. Þátttakendur koma með sitt eigið nesti, en kirkjan býður upp á hafragraut á morgnana og ávexti. Hver dagur byggist upp af leik, fræðslu og fjöri. Við munum skemmta okkar í kirkjunni sem og í nærumhverfinu okkar, svo nauðsynlegt er að koma með hlý og góð föt fyrir útiveru. 

 

Skráning fer fram á heimasíðu kirkjunnar, kirkja.is. Athugið að hámarksfjöldinn á námskeiðið eru 15 þátttakendur. 

 

Umsjón með starfinu hefur Daníel Ágúst Gautason, æskulýðsprestur, daniel@kirkja.is

Staðsetning / Sókn