Síðasti opni fundur Tólfsporastarfsins
Síðasti opni fundur Tólfsporastarfsins
Tólfsporastarf Vina í bata - Andlegt ferðalag - hófst að vanda í Grensáskirkju fyrsta fimmtudag í september. Opnir fundir eru þrír og eftir það er skipt í svokallaða fjölskylduhópa sem haldast þeir sömu fram á vor. Síðasti opni fundurinn er fimmtudaginn 21. september kl. 19.15-21.15. Þau öll sem hafa áhuga á að skoða líf sitt út frá þessari frábæru og þaulreyndu leið eru velkomin. Umsjón hefur Sólrún Ó. Siguroddsdóttir sem hefur leitt starfið undanfarin 12 ár ásamt dyggum hópi annarra sjálfboðaliða. Við minnum á kyrrðarbænina sem hefst kl. 18.15, góð leið til að kyrra hugann fyrir kvöldið.
Umsjónaraðili/-aðilar