Sál verður Páll: Barnamessa í Bústaðakirkju

Barnamessan verður á sínum stað í Bústaðakirkju sunnudaginn 14. apríl nk. kl. 11. Danni, Kata og Eva munu leiða stundina.

Við munum heyra söguna um hann Sál og kraftaverkið sem hann upplifði sem lét hann breyta nafninu sínu í Pál.

Ávextir, kaffi og djús í safnaðarheimilinu að barnamessunni lokinni. 

Verið hjartanlega velkomin í barnamessu í Bústaðakirkju.