Rósalind, Jónas Þórir og séra Þorvaldur

Rósalind Gísladóttir syngur einsöng í kvöldmessu í Bústaðakirkju sunnudagskvöldið 21. júlí nk. kl. 20. Jónas Þórir organisti leikur á flygil og séra Þorvaldur Víðisson flytur hugleiðingu og þjónar fyrir altari. Jónas Þórir og Rósalind leiða einnig almennan safnaðarsöng. 

Guðspjall kvöldsins er með frægari textum Biblíunnar, fenginn úr Matteusarguðspjalli og hljóðar svona: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skulu þið og þeim gjöra. Þessi texti hefur gjarnan verið kallaður Gullna reglan. 

Kvöldmessurnar eru heimilislegar og lágstemmdar. Litúrgían er einföld, þar sem Taize sálmar eru til dæmis sungnir í stað hefðbundinnar miskunnarbænar og dýrðarsöngs. 

Verið hjartanlega velkomin í kvöldmessu í Bústaðakirkju.  

Gullna reglan er guðspjall dagsins

Rósalind Gísladóttir syngur einsöng í kvöldmessu í Bústaðakirkju sunnudagskvöldið 21. júlí nk. kl. 20. Jónas Þórir organisti leikur á flygil og séra Þorvaldur Víðisson flytur hugleiðingu og þjónar fyrir altari. Jónas Þórir og Rósalind leiða einnig almennan safnaðarsöng. 

Guðspjall kvöldsins er með frægari textum Biblíunnar, fenginn úr Matteusarguðspjalli og hljóðar svona: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skulu þið og þeim gjöra. Þessi texti hefur gjarnan verið kallaður Gullna reglan. 

Kvöldmessurnar eru heimilislegar og lágstemmdar. Litúrgían er einföld, þar sem Taize sálmar eru til dæmis sungnir í stað hefðbundinnar miskunnarbænar og dýrðarsöngs. 

Verið hjartanlega velkomin í kvöldmessu í Bústaðakirkju.