Nýársdagur í Bústaðakirkju kl. 13

Á nýju ári komum við saman í Bústaðakirkju kl. 13 og eigum helga stund. 

Kammerkór Bústaðakirkju undir stjórn Jónasar Þóris, kantors kirkjunnar leiðir söfnuðinn í söng.  Bernadett Hegyi sópran syngur einsöng.   

Hugrún Birta Kristjánsdóttir guðfræðinemi flytur hugvekju og séra Sigríður Kristín Helgadóttir þjónar fyrir altari. 

Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju á Nýársdag.  

Enn þetta ár

Þá sagði Jesús þeim þessa dæmisögu: „Maður nokkur átti fíkjutré gróðursett í víngarði sínum. Hann kom og leitaði ávaxtar á því og fann ekki. 7 Hann sagði þá við víngarðsmanninn: Í þrjú ár hef ég nú komið og leitað ávaxtar á fíkjutré þessu og ekki fundið. Högg það upp. Hví á það að vera engum til gagns? 8 En hann svaraði honum: Herra, lát það standa enn þetta ár þar til ég hef grafið um það og borið að áburð. 9 Má vera að það beri ávöxt síðan. Annars skaltu höggva það upp.“

Mynd:  Fíkjutré eftir listamanninn Jesus Loayza D´Arrigo