Hafði Marta val?
Hafði Marta val?
Sunnudagsmessan í Grensáskirkju kl. 11 lyftir upp þeim Mörtu og Maríu, systrunum frá Betaníu, sem Jesús heimsótti þarna um árið, vafalítið með fylgdarliði sínu að venju. Sr. María veltir upp ýmsum flötum á þessari þekktu frásögu Lúkasarguðspjalls, meðal annars hvort úr orðum Jesús megi lesa þá nútímalegu hugsun að fólk eigi val um hvernig það ver tíma sínum. Ásta og kórinn okkar leiða söng og messuþjónar flytja bænir og lestra. Heitt á könnunni fyrir og eftir messu.
Umsjónaraðili/-aðilar