Lacrimosa og Mozart í bleiku
Tónlist eftir W. A. Mozart verður í fyrirrúmi í guðsþjónustu í Bústaðakirkju sunnudaginn 30. október nk. kl. 13. Um er að ræða síðasta sunnudaginn í Bleikum október, en dagskráin í Bústaðakirkju í október hefur tekið mið af árveknisátakinu sem snýr að baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Á hádegistónleikunum, alla miðvikudagana í október, hefur tónleikagestum gefist færi á að styrkja Ljósið, sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess.
Prestamarsins úr Töfraflautunni verður innspil helgihalds sunnudagsins. Ave verum corpus verður sungið, Laudate Dominum, Lacrimosa og sálmar með tónlist Mozarts.
Ofangreind tónlistarveisla verður í boði Kammerkórs Bústaðakirkju sem syngur undir stjórn Jónasar Þóris kantors. Matthías Stefánsson leikur á fiðlu. Svava Kristín Ingólfsdóttir og Anna Klara Georgsdóttir syngja dúett, Margrét Hannesdóttir syngur einsöng, Guðjón V. Stefánsson syngur einsöng, Bernedetta Hegyi syngur einsöng. Séra Þorvaldur Víðisson leiðir helgihaldið ásamt messuþjónum. Altarisganga fer fram þar sem fermingarbörnum og foreldrum þeirra verður sérstaklega boðið til altaris, þar sem fræðsla um altarisgönguna hefur farið fram í fræðslustundum haustsins.
Verið hjartanlega velkomin til helgihaldsins í Bústaðakirkju í Bleikum október.
Mozart í bleiku
Tónlist eftir W. A. Mozart verður í fyrirrúmi í guðsþjónustu í Bústaðakirkju sunnudaginn 30. október nk. kl. 13. Um er að ræða síðasta sunnudaginn í Bleikum október, en dagskráin í Bústaðakirkju í október hefur tekið mið af árveknisátakinu sem snýr að baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Á hádegistónleikunum, alla miðvikudagana í október, hefur tónleikagestum gefist færi á að styrkja Ljósið, sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess.
Prestamarsins úr Töfraflautunni verður innspil helgihalds sunnudagsins. Ave verum corpus verður sungið, Laudate Dominum, Lacrimosa og sálmar með tónlist Mozarts.
Ofangreind tónlistarveisla verður í boði Kammerkórs Bústaðakirkju sem syngur undir stjórn Jónasar Þóris kantors. Matthías Stefánsson leikur á fiðlu. Svava Kristín Ingólfsdóttir og Anna Klara Georgsdóttir syngja dúett, Margrét Hannesdóttir syngur einsöng, Guðjón V. Stefánsson syngur einsöng, Bernedetta Hegyi syngur einsöng. Séra Þorvaldur Víðisson leiðir helgihaldið ásamt messuþjónum. Altarisganga fer fram þar sem fermingarbörnum og foreldrum þeirra verður sérstaklega boðið til altaris, þar sem fræðsla um altarisgönguna hefur farið fram í fræðslustundum haustsins.
Verið hjartanlega velkomin til helgihaldsins í Bústaðakirkju í Bleikum október.