
Leikjafundur
Leikjafundur
Við erum ennþá að hrissta saman hópinn í æskulýðsstarfinu og ætlum að gera það hressilega næsta þriðjudag. Við ætlum í nafnaleiki til að kynnast ykkur betur, stólalest til að koma blóðinu á hreyfingu og skellum okkur mögulega í orrustu. Við endum svo stundina auðvitað á helgistund inni í kirkju.
Athugið að á þessum æskulýðsfundi er síðasta tækifærið til þess að skila leyfisbréfi fyrir Landsmótið í október.
Æskulýðsstarfið er í Grensáskirkju þriðjudaga kl. 20-21.30. Allir unglingar í 8.-10. bekk eru velkomnir.
Umsjón með starfinu hafa Danni, Hilda, Viktoría og Eva.
Umsjónaraðili/-aðilar