22
2024
November
Kemur inn í afleysingar til áramóta
Kemur inn í afleysingar til áramóta
Séra Sigurður Rúnar Ragnarsson fyrrum sóknarprestur á Neskaupsstað og prestur í Mosfellsbæ mun þjóna í afleysingum í Fossvogsprestakalli til áramóta. Séra María G. Ágústsdóttir er tímabundið í þjónustu fyrir norðan, við Glerárkirkju, en séra Sigurður Rúnar mun leysa af í prestakallinu í hennar fjarveru. Hann mun njóta skrifstofuaðstöðu í Grensáskirkju.
Séra Sigurður Rúnar vígðist á sínum tíma til þjónustu í Mosfellsbæ en starfaði síðan í 20 ár sem sóknarprestur á Neskaupsstað.
Við bjóðum séra Sigurð Rúnar hjartanlega velkominn til starfa.