23
2024
November
Séra Bryndís Böðvarsdóttir þjónar í Fossvogsprestakalli
Séra Bryndís Böðvarsdóttir þjónar í Fossvogsprestakalli
Séra Bryndís Böðvarsdóttir fyrrum prestur í Austfjarðarprestakalli mun þjóna í afleysingum í Fossvogsprestakalli til áramóta.
Séra María G. Ágústsdóttir er tímabundið í þjónustu fyrir norðan, við Glerárkirkju, en séra Bryndís Böðvarsdóttir mun leysa af í prestakallinu, ásamt séra Sigurði Rúnari Ragnarssyni í hennar fjarveru. Séra Bryndís mun njóta skrifstofuaðstöðu í Bústaðakirkju.
Við bjóðum séra Bryndísi hjartanlega velkomna til starfa.