17
2024 October

Fundurinn er opin öllum áhugasömum

Leiðarþing fer fram í Áskirkju miðvikudaginn 23. október nk. kl. 19:30. Leiðarþingið er haldið á vegum Reykjavíkurprófastsdæmanna beggja, austur og vestur, og er opið öllum áhugasömum. 

Á leiðarþinginu verða kynnt þau kirkjuþingsmál sem liggja fyrir komandi kirkjuþingi, en kirkjuþing 2024-2025 verður sett í lok mánaðarins. Gagnlegt getur verið fyrir kirkjuþingsfulltrúa að fá almennar umræður um þau málefni sem kirkjuþing mun síðan fá til umfjöllunar og afgreiðslu. Með því móti er líklegra að ólík sjónarmið og reynsla fleiri hafi jákvæð og lýðræðisleg áhrif á feril málanna. 

Kirkjuþing er æðsta stjórnvald kirkjunnar og setur þjóðkirkjunni starfsreglur. Á vef þjóðkirkjunnar má finna nánari upplýsingar um kirkjuþingið, kirkjuþingsfulltrúa og þau mál sem liggja fyrir þinginu. Sjá hér

Verið hjartanlega velkomin til þátttöku á leiðarþingi.