13
2025
February

Jesús og legó
Jesús og legó
Kirkjuprakkarar og TTT eru að hefjast að nýju. Skráning stendur yfir og verða fyrstu samverurnar þriðjudaginn 18. febrúar nk. Yfirskriftin að þessu sinni er Biblíusögur með leik og LEGO. Við munum lesa nokkrar Biblíusögur og tengja boðskap þeirra við nútímann. Við munum bæði leika þærmeð léttum leikmunum og byggja þær með LEGO kubbum.
Umsjón með starfinu hefur Sólveig Franklínsdóttir æskulýðsfulltrúi.
Kynnið ykkur málið. Nánari upplýsingar hér.
Verið hjartanlega velkomin í barna- og æskulýðsstarfið í Fossvogsprestakalli.