15
2025 October

Móse og legókubbarnir

Kirkjuprakkarar koma saman í Grensáskirkju á þriðjudögum þessar vikurnar. Í samverunum ríkir gleði þar sem leikið er með lego og biblíusögurnar eru kubbaðar. Nú í vikunni var það sagan af Móse í körfunni, sem var á dagskrá. 

Sólveig Franklínsdóttir æskulýðsfulltrúi leiðir starfið ásamt leiðtogum. 

Kirkjuprakkaranámskeiðinu lýkur með fjölskylduguðsþjónustu sunnudaginn 9. nóvember nk.