11
2024 April

Við fögnum nýjum nágrönnum

Kirkjuhúsið-Skálholtsútgáfan opnar á neðri hæð Bústaðakirkju, á morgun, föstudaginn 31. mars. Við fögnum nýjum nágrönnum í húsinu og teljum að nærvera Kirkjuhússins-Skálholtsútgáfunnar eigi eftir að efla og styðja þá starfsemi sem fram fer í Bústaðakirkju.

Um er að ræða rýmið sem áður hýsti Borgarbókasafnið og er inngangur af Bústaðavegi. Nánari upplýsingar um starfsemi og opnunartíma má finna á heimasíðunni Kirkjuhúsið (kirkjuhusid.is) og einnig á Facebook síðu Kirkjuhússins-Skálholtsútgáfunnar. 

Við bjóðum starfsfólk Kirkjuhússins-Skálholtsútgáfunnar hjartanlega velkomið í húsið.

Megi blessun fylgja starfi Kirkjuhússins-Skálholtsútgáfunnar hér á nýjum stað.  

Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju. 

 

Staðsetning / Sókn