25
2024 April

Dr. Sigurjón Árni fór á kostum í tali og tónum

Á dögunum þáðu sjálfboðaliðar og starfsfólk Fossvogsprestakalls, um 50 manns, fræðslu og skemmtun í Grensáskirkju. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, kom og ræddi um táknmál kirkjubyggingarinnar út frá bók sinni Augljóst en hulið. Að erindi loknu tók doktorinn upp saxafóninn og tónarnir flæddu um rýmið við meðleik Jónasar Þóris. Þá var gengið til kvöldverðar þar sem Ásta Haraldsdóttir stóð fyrir almennum söng og Gunnar Sigurðsson messuþjónn með meiru lék á alls oddi. 

Jónas og Sigurjón Árni í djassstuði

Doktorinn og kantorinn í miklu stuði.