
Stríð, friður og kærleikur
Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) og Jónas Þórir héldu hádegistónleika í Bleikum október í Bústaðakirkju í dag, miðvikudaginn 8. október kl. 12:05. Á efnisskránni voru Bítlalög í bland við fleiri lög.
Stríð - friður og kærleikur, er yfirskrift Bleiks október að þessu sinni. Efnisviðurinn er sóttur til blómatímans, þar sem ástand heimsmálanna á þeim tíma, í aðdraganda blómatímans, voru átök og stríð, líkt og við þekkjum í dag. Friður og kærleikur var boðskapurinn þá, og er því boðskapurinn í Bleikum október í Bústaðakirkju að þessu sinni, sem er reyndar hinn sístæði boðskapur kirkjunnar, á öllum tímum.
Kirkjan var stappfull á tónleikum Diddúar og Jónasar Þóris, þar sem yfir 300 manns sóttu dagskrána. Svo hafa á annað hundruð bleikar slaufur Krabbameinsfélagsins verið seldar í Bústaðakirkju núna á tveimur hádegistónleikum og fé hefur safnast frá tónleikagestum til stuðnings endurhæfingarmiðstöðinni Ljósinu. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.
Við þökkum Diddú og Jónasi Þóri frábæra tónleika og öllum tónleikagestum samveruna í dag.
Hádegistónleikar verða alla miðvikudaga í október, dagskrána má sjá hér fyrir neðan.
Verið hjartanlega velkomin til þátttöku í Bleikum október í Bústaðakirkju.

Dagskráin í Bleikum október
Hér má sjá dagskrána í Bleikum október í Bústaðakirkju.
Næsta miðvikudag munu Jónas Þórir og Hjörleifur Valsson fiðluleikari bjóða til tónleikaveislu. Verið hjartanlega velkomin. Aðgangur ókeypis.