27
2025 September

Hádegistónleikar alla miðvikudaga, tónlistarveisla á sunnudögum

Bleikur október í Bústaðakirkju er framundan. Hádegistónleikar verða alla miðvikudaga í Bústaðakirkju kl. 12:05. Yfirskriftin að þessu sinni er: Stríð - friður og kærleikur. Einvala lið söngvara og tónlistarfólks kemur að dagskránni. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja lög Bítlana, Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) flytur sín uppáhaldslög, Hjörleifur Valsson fiðluleikari, Bjarni Ara og hljómsveitin Alto verða á dagskránni í Bleikum október í Bústaðakirkju. Jónas Þórir hefur veg og vanda að dagskránni og leikur með öllum ofangreindum tónlistarmönnum á hádegistónleikunum í Bústaðakirkju í október. 

Aðgangur er ókeypis en tónleikagestum verður boðið að styðja við bakið á starfi Ljóssins. 

Bleika slaufan verður einnig til sölu í Bústaðakirkju í október. 

Nánari upplýsingar um dagskrána í Bleikum október í Bústaðakirkju, má finna hér. 

Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju.