23
2024 November

Rebbi refur og Fróði

Barnamessurnar fara fram í Bústaðakirkju á hverjum sunnudegi kl. 11. Síðasta sunnudag heimsóttu Rebbi refur og Fróði okkur og fræddu okkur um upprisuboðskapinn. 

Í barnamessunum syngjum við barnasálmana og sunnudagaskólalögin. Við lærum faðir-vorið, trúarjátninguna og fleira gagnlegt. Eins kíkjum við í fjársjóðskistuna og stundum förum við í leiki. Afmælisbörn dagsins fá glaðning.

Gleði og gott samfélag á nótum barnanna er í forgrunni.

Að stundinni lokinni er boðið upp á léttar veitingar, ávexti, djús og kaffi í safnaðarheimilinu, þar sem hægt er að lita og teikna og leika sér. 

Hilda, Iðunn, Jónas og Þorvaldur

Hilda, Iðunn, Jónas Þórir og Þorvaldur önnuðust um stundina síðasta sunnudag. Hér er Hilda í pontu að fræða viðstadda um upprisuboðskap páskanna. 

Hlökkum til að sjá ykkur, verið hjartanlega velkomin í barnamessu í Bústaðakirkju.