25
2024 November

Barnamessur í Grensáskirkju og fermingar í báðum kirkjum

Hefð er fyrir því að bjóða fjölskyldurnar úr  barnamessunum í Bústaðakirkju velkomnar í Grensáskirkju á meðan fermingar eru í Bústaðakirkju. Fyrsta ferming þar er kl. 10.30 sunnudaginn 17. mars og svo er ferming á sama tíma á pálmasunnudag, 24. mars. 

Í Grensáskirkju verður barna- og fjölskyldumessa þessa sunnudaga kl. 11. 

Fermingar eru einnig kl. 13 í Bústaðakirkju 17. mars og í báðum kirkjum kl. 13 á pálmasunnudag, 24. mars. 

Á annan í páskum er ferming kl. 11 í Grensáskirkju og Bústaðakirkju, sú síðasta þar, og loks er ferming í Grensáskirkju fyrsta sunnudag eftir páska, þann 7. apríl kl. 13. Þann sunnudag er venjuleg guðsþjónusta í Grensáskirkju kl. 11 og barnamessan er í Bústaðakirkju. 

Verum velkomin í kirkjurnar okkar.