
Ástarblossinn eftir fimmtugt - á Valentínusardaginn
Ástin og lífið voru á dagskrá í Bústaðakirkju í febrúar. Fyrirlestrar voru haldnir um ýmis þemu ástarinnar. Yfirskriftin var Ástin og lífið í Bústaðakirkju. Febrúar í tali, tónum og ljóðum.
Fyrst var það Sólveig Rós, foreldra- og uppeldisfræðingur, sem fjallaði um hinseginleikann, ástina og trúarbrögðin. Sá dagskrárliður var sérstaklega ætlaður fermingarbörnum og foreldrum þeirra, sem mættu vel til fræðslukvöldsins miðvikudagskvöldið 12. febrúar sl.
Svo var það Lella Erludóttir, markþjálfi, sem hélt fyrirlestur um ástina og loddaralíðan. Hún fjallaði m.a. um spurningarnar "Erum við heil í okkar nánustu samböndum? Erum við loddarar gagnvart okkur sjálfum, maka okkar og Guði? Fyrirlestur Lellu fór fram fimmtudagskvöldið 13. febrúar sl. Jónas Þórir tók á móti gestum með ljúfum tónum.
Á Valentínusardaginn, föstudaginn 14. febrúar hélt svo séra Sigríður Kristin Helgadóttir erindi sem hét Ástarblossinn eftir fimmtugt. Þar fjallaði hún m.a. um síðari hálfleikinn í hjónabandinu, þegar börnin eru flogin úr hreiðrinu. Jónas Þórir lék á flygil. Anna Sigríður, Guðjón og Þórunn sungu dásamleg ástarlög.
Í tengslum við dagskrána fór fram hjónavígsla í Bústaðakirkju laugardaginn 15. febrúar.
Dagskránni lauk síðan á ástarmessu, þar sem ástin var í fyrirrúmi í tali, bænum og tónum, sunnudaginn 16. febrúar kl. 13.
Á myndinni má sjá séra Sigríði Kristínu í pontu í Bústaðakirkju, á Valentínusardaginn, sem skipulagði dagskrána auk séra Þorvaldar og Auðar Pálsdóttur stud. theol.
Við þökkum öllum sem tóku þátt í dagskránni með okkur.
Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju.

Dagkráin í heild sinni
Hér má sjá dagskrána í heild sinni.
Við þökkum öllum innilega fyrir þátttökuna.
Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju.