20
2024 April

Að vernda, samheiti orðsins blessun

Skemmtilegt er að sjá að ýmsir hafa sent inn úrlausnir í verkefni Fossvogsprestakalls, Orð vikunnar.

Samkvæmt ónefndum aðila er samheiti orðsins blessun, að vernda. Jafnframt sagði viðkomandi: Að blessa, þá er maður að segja: Hafðu það gott, eða að lofa og vegsama. Svo notum við orðið er við heilsumst og segjum, sæll og blessaður. Uppruni orðsins er úr Mósebók, sagði sá sami aðili.

Annar nefndi að orðið væri í raun bæn um farsæld frá Guði.

Eitthvað gott fylgi þér, einhver passi þig, einhver vaki yfir þér, sagði annar.

Það er skemmtilegt að sjá innsend svör og vangaveltur.

Nýtt orð hefur nú verið birt á síðunni og má nálgast það hér. Endilega sendið okkur vangaveltur ykkar. Hægt er að taka þátt og senda inn svör án þess að upplýsa um nafn sitt.

Gleðilega aðventu.