Fjölskyldumessa og vorhátíð barnastarfsins kl. 11. Skólahljómsveit Austurbæjar spilar skemmtileg lög og Sóley Adda, Daníel Ágúst, Katrín Eir og sr. Eva Björk leiða stundina ásamt ungleiðtogum. Við ljúkum vetrinum í barnastarfinu með vorhátíð og grillum pylsur eftir fjölskyldumessu. Verið hjartanlega velkomin. Aðalsafnaðarfundur Bústaðasóknar verður svo haldinn 8. maí kl 14:00 í safnaðarsal kirkjunnar.