Tónlistin stuðlar að auknum þroska

Kennarar frá Tónagulli munu heimsækja foreldramorgun í Bústaðakirkju, fimmtudaginn 5. október nk. kl. 10. Gera má ráð fyrir að mikið verði sungið og glatt á hjalla. 

Tónagull eru vinsæl tónlistarnámskeið fyrir ung börn, 0-3 ára, ásamt foreldrum sínum. Fyrsta Tónagullsnámskeiðið var haldið í janúar 2004 og hafa námskeiðin verið í þróun allar götur síðan. Aðferðir Tónagulls hafa veirð kynntar víða á ráðstefnum og meðal faghópa. Kennarar Tónagulls eru sérstaklea þjálfaðir til að leiða tónlistarstundir sem henta mjög ungum börnum og stuðla að alhliða tónlistar- og félagsþroska. Auk þess styrkir tónlistariðkun með ungum börnum tengslamyndun og styður sérstaklega vel við máltöku og málþroska.  

Nánari upplýsingar um Tónagull má finna á heimasíðu þeirra. 

Umsjón með foreldramorgnunum hefur Ragnheiður Bjarnadóttir tónlistarkennari. 

Verið hjartanlega velkomin á foreldramorgun í Bústaðakirkju. 

Tónagull, þar sem söngurinn stuðlar að auknum þroska

Kennarar frá Tónagulli munu heimsækja foreldramorgun í Bústaðakirkju, fimmtudaginn 5. október nk. kl. 10. Gera má ráð fyrir að mikið verði sungið og glatt á hjalla. 

Tónagull eru vinsæl tónlistarnámskeið fyrir ung börn, 0-3 ára, ásamt foreldrum sínum. Fyrsta Tónagullsnámskeiðið var haldið í janúar 2004 og hafa námskeiðin verið í þróun allar götur síðan. Aðferðir Tónagulls hafa veirð kynntar víða á ráðstefnum og meðal faghópa. Kennarar Tónagulls eru sérstaklega þjálfaðir til að leiða tónlistarstundir sem henta mjög ungum börnum og stuðla að alhliða tónlistar- og félagsþroska. Auk þess styrkir tónlistariðkun með ungum börnum tengslamyndun og styður sérstaklega vel við máltöku og málþroska.  

Nánari upplýsingar um starfsemi Tónagulls má finna á heimasíðu þeirra. 

Umsjón með foreldramorgnunum hefur Ragnheiður Bjarnadóttir tónlistarkennari. 

Verið hjartanlega velkomin á foreldramorgun í Bústaðakirkju. 

Umsjónaraðili/-aðilar