Tenórar á hádegistónleikum í Bústaðakirkju
Tenórarnir Gunnar Guðbjörnsson, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Marteinn Snævarr Sigurðsson syngja á hádegistónleikunum í Bústaðakirkju miðvikudaginn 12. október kl. 12:05-12.30. Jónas Þórir leikur með á flygilinn. Súpa og brauð í safnaðarheimilinu að tónleikum loknum. Bústaðakirkja styður Ljósið. Bleikur október í Bústaðakirkju. Verið hjartanlega velkomin.
Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenór
Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenór syngur ásamt Gunnari Guðbjörnssyni og Marteini Snævari Sigurðssyni á hádegistónleikum í Bústaðakirkju í Bleikum október.
Gunnar Guðbjörnsson, tenór
Gunnar Guðbjörnsson tenór syngur ásamt Jóhanni Friðgeiri Valdimarssyni og Marteini Snævari Sigurðssyni á hádegistónleikum í Bústaðakirkju í Bleikum október.
Marteinn Snævarr Sigurðsson, tenór
Marteinn Snævarr Sigurðsson, tenór syngur ásamt Jóhanni Friðgeiri Valdimarssyni og Gunnari Guðbjörnssyni hádegistónleikum í Bústaðakirkju í Bleikum október.
Bleikur október í Bústaðakirkju
Bleikur október er yfirskrift listamánaðar í Bústaðakirkju. Hádegistónleikar eru alla miðvikudaga kl. 12:05-12:30. Ókeypis aðgangur. Tónleikagestum gefst færi á að leggja mikilvægu starfi Ljóssins lið, með fjárframlagi. Súpa og brauð í safnaðarheimili kirkjunnar að tónleikum loknum, gegn vægu gjaldi. Dagskrána í heild sinni má finna hér. Verið hjartanlega velkomin.