
Sunnudagaskólinn alla sunnudaga kl. 11
Sunnudagaskólinn alla sunnudaga kl. 11
Sunnudagaskólinn í Bústaðakirkju er leiddur af reyndum leiðtogum sem leggja metnað í sín störf. Á sunnudaginn verður sr. Sigríður prestur með skírn við stundina og Antonia Hevesi organisti situr við flygilinn.
Í sunnudagaskólanum heyrum við sögur af Jesú. Við syngjum saman, fáum kannski leikrit og þá er fjársjóðskistan á sínum stað.
Sunnudagaskólinn er fyrir börn á öllum aldri sem vilja koma saman og hafa það gaman.
Eftir stundina er boðið upp á kaffisopa og ávexti fyrir börnin.
Verið öll velkomin í sunnudagaskólann.
Umsjónaraðili/-aðilar