Sagan um Sakkeus í barnamessu í Bústaðakirkju 29. október
Sagan um Sakkeus í barnamessu í Bústaðakirkju 29. október
Barnamessan verður á sínum stað næsta sunnudag, 29. október, í Bústaðakirkju kl. 11. Danni, Kata og sr. Eva Björk leiða stundina. Jónas Þórir verður á flyglinum.
Við munum heyra söguna um Sakkeus sem að svindlaði á fólki en lærði svo mikilvægi þess að vera traustur og tryggur. Rebbi refur kíkir í heimsókn og Freyja einhyrningur fer á flakk.
Þar sem hrekkjavakan nálgast er auðvitað velkomið að mæta í grímubúningum í kirkjuna.
Verið öll hjartanlega velkomin.
Umsjónaraðili/-aðilar