Mottumars í Bústaðakirkju

Mottumars í Bústaðakirkju

Messan í Bústaðakirkju sunnudaginn 10. mars kl. 13 er tileinkuð Mottumars, árlegu átaki Krabbameinsfélagsins. Róbert Jóhannsson frá Strákakrafti, stuðningshópi ungra karlmanna hjá félaginu Krafti, kynnir starfið og segir frá reynslu sinni. Sr. María G. Ágústsdóttir þjónar ásamt messuhópi. Kammerkór Bústaðakirkju og Jónas Þórir annast tónlistina og Gréta Hergils syngur einsöng. Við hvetjum fólk til að mæta í Mottumarssokkum sem fáanlegir eru víða. 

Eftir messuna verða léttar veitingar í safnaðarsal kirkjunnar. Frjáls framlög renna til Mottumars. 

Kl. 15 eru tónleikar Kammerkórs Bústaðakirkju þar sem fram koma einsöngvarar úr röðum kórsins. Meðal annars verða flutt lög eftir Jónas Þóri, stjórnanda Kammerkórsins og kantor Bústaðakirkju. Aðgangur er ókeypis en fólk hvatt til að styrkja Mottumars.