Margrét Bóasdóttir söngmálastjóri þjóðkirkjunnar flytur erindi

Bleikur október í Bústaðakirkju hefst með fjölbreyttri dagskrá sunnudaginn 2. október nk. Ný sálmabók þjóðkirkjunnar hefur verið í vinnslu undanfarin ár og kemur út á þessu hausti. Í guðsþjónustu dagsins verða á dagskránni nýir sálmar. Margrét Bóasdóttir söngmálastjóri þjóðkirkjunnar mun kynna hina nýju sálmabók og fylgja henni úr hlaði með stuttu hádegiserindi sunnudaginn 2. október kl. 12:15 í safnaðarheimili Bústaðakirkju. Í helgihaldinu kl. 13:00 þann dag mun séra Kristján Valur Ingólfsson fv. vígslubiskup í Skálholti prédika. 

Margrét Bóasdóttir söngmálastjóri þjóðkirkjunnar flytur erindi

Margrét Bóasdóttir söngmálastjóri þjóðkirkjunnar flytur erindi um hina nýju sálmabók kirkjunnar í safnaðarheimili Bústaðakirkju sunnudaginn 2. október kl. 12:15. Verið hjartanlega velkomin.