Kvöldmessa og fermingarbörn

Sumarhelgihaldið í Bústaðakirkju fer fram á kvöldin. Undanfarin ár hefur sunnudagshelgihaldið í Bústaðakirkju farið fram klukkan 20. Um er að ræða notalegar stundir, þar sem formið er heimilislegt og heilagt. 

Sunnudaginn 20. ágúst nk. kl. 20 munu félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja við undirleik Jónasar Þóris organista. Séra Eva Björk Valdimarsdóttir, séra María G. Ágústsdóttir og séra Þorvaldur Víðisson munu þjóna ásamt messuþjónum. 

Fermingarbörn og foreldrar/forráðamenn þeirra eru boðin sérstaklega velkomin til helgihaldsins, en fundur með fermingarbörnum og foreldrum/forráðamönnum fer fram í kirkjunnar strax að lokinni kvöldmessu. 

Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju. 

Kvöldmessur á sumrin

Sumarhelgihaldið í Bústaðakirkju fer fram á kvöldin. Undanfarin ár hefur sunnudagshelgihaldið í Bústaðakirkju farið fram klukkan 20. Um er að ræða notalegar stundir, þar sem formið er heimilislegt og heilagt. 

Félagar úr Kammerkórnum syngja

Sunnudaginn 20. ágúst nk. kl. 20 munu félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja við undirleik Jónasar Þóris organista. Séra Eva Björk Valdimarsdóttir, séra María G. Ágústsdóttir og séra Þorvaldur Víðisson munu þjóna ásamt messuþjónum. 

Fermingarbörn og foreldrar/forráðamenn

Fermingarbörn og foreldrar/forráðamenn þeirra eru boðin sérstaklega velkomin til helgihaldsins, en fundur með fermingarbörnum og foreldrum/forráðamönnum fer fram í kirkjunnar strax að lokinni kvöldmessu. 

Þar fá þau meðal annars afhenta vinnubók vetrarins, þar sem dagskrá fermingarstarfanna er að finna, mætingarlisti, ýmis verkefni og fleira. 

Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju

Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju.