Kvöldmessa í Bústaðakirkju 3. júlí kl. 20:00

Ljúf og notaleg stund, góði hirðirinn er guðspjall dagsins og við sjáum mismunandi myndir af honum úr listasögunni. Bernadette Hegyi syngur og Jónas Þórir spilar á flygilinn, sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar ásamt messuþjónum. Í kvöldmessunum leggjum við áherslu á heimilislegt helgihald, notalega tóna, bænir og hugleiðingu. Verið hjartanlega velkomin.