Kvöldmessa í Bústaðakirkju á kvenréttindadaginn 19. júní kl. 20:00.
Ljúf og notaleg stund með kvenlægri slagsíðu þar sem merkilegar konur úr biblíunni koma við sögu. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju leiða sönginn undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur sem spilar á flygilinn, sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar ásamt messuþjónum. Í kvöldmessunum leggjum við áherslu á heimilislegt helgihald, notalega tóna, bænir og hugleiðingu. Verið hjartanlega velkomin.
Umsjónaraðili/-aðilar