Kvenfélags- og prjónamessa verður haldin í Bústaðakirkju sunnudaginn 16. nóvember kl. 13.
Séra Laufey Brá og Hólmfríður djákni þjóna fyrir altari.
Selma Gísladóttir, formaður Kvenfélags Bústaðasóknar, verður ræðumaður dagsins og kvenfélagskonur lesa ritningarlestra.
Kammerkór Bústaðakirkju og Kvennakór syngja undir stjórn Jónasar Þóris, kantors.
Einsöngvarar úr kórnum eru Anna Sigga og Una Dóra.
Velkomið er að hafa prjónana með sér og prjóna í messunni.
Eftir messu býður kvenfélagið upp á vöfflukaffi, og rennur ágóðinn af því til góðra verka.
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest — og auðvitað með prjónana með ykkur! 🧶☕️
Umsjónaraðili/-aðilar