Kvenfélags og prjónamessa, basar og vöfflukaffi kvenfélagsins á eftir í safnaðarsal.

Kvenfélags og prjónamessa, Basar og vöfflukaffi.
Sunnudaginn 19. nóvember verður nóg um að vera í Bústaðakirkju. Kvenfélags og prjónamessa verður kl 13:00 Þar sem séra María Guðrúnar Ágústsdóttir og Hólmfríður Ólafsdóttir djákni þjóna fyrir altari. Kammerkór Bústaðakirkju sér um sönginn undir styrkri stjórn Jónasar Þóris og ræðumaður dagsins er Marta María Arnarsdóttir, skólameistari Hússtjórnarskólans í Reykjavík. Eftir messuna hefst svo Basar kvenfélagsins og vöfflu kaffi. Á myndinni má sjá brota brot af því sem verður í boði á basarnum. Verið öll hjartanlega velkomin og þá sérlega kvenfélagskonur og prjónarar. Hlökkum til að sjá ykkur.