Kvenfélags og prjónamessa

Kvenfélags og prjónamessa á sunnudaginn kl. 13:00. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni predikar og með henni þjónar sr. Eva Björk Valdimarsdóttir. Þá verður ný sálmabók Þjóðkirkjunnar tekin í notkun með sálmum eftir konur, félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju leiða sálmasöng og Jónas Þórir spilar.  Eftir messu verða seldar vöfflur og kaffi í safnaðarsal og þar verður jólabasar Kvenfélags Bústaðasóknar. Verið hjartanlega velkomin.